Myndaflokkurinn Trúarbrögð mannkyns sem fjallar um nokkur af helstu trúarbrögðum jarðarbúa. Í hverri mynd er sagt frá fjölskyldu og ýmsum siðum sem tengjast trú hennar.
Þessi mynd fjallar um gyðingdóm. Hún skiptist í fjóra hluta: 1. Hvíldardagurinn, 2. Fyrirheitna landið, 3. Sonur lögmálsins og 4. Hátíðir og helgidagar. Myndin er einkum ætluð mið- og unglingastigi grunnskólans sem ítarefni með samnefndri bók.
Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.