Þessi mynd er í flokki um trúarbrögð mannkyns sem fjallar um nokkur af helstu trúarbrögðum jarðarbúa. Í hverri mynd er sagt frá fjölskyldu og ýmsum siðum sem tengjast trú hennar.
Þessi mynd fjallar um Gyðingdóm. Hún skiptist í fjóra hluta: 1. Hvíldardagurinn 2. Fyrirheitna landið 3. Sonur lögmálsins 4. Hátíðir og helgidagar Myndin er einkum ætluð miðstigi grunnskólans sem ítarefni með samnefndri bók.
Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.