1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Hagnýt leiklist – DVD

Hagnýt leiklist – DVD

Eingöngu úthlutað til skóla.


Í þessari mynd eru sýnd þrjú heildstæð kennsluverkefni í leiklist, eitt fyrir hvert stig grunnskólans. Raðað er saman nokkrum kennsluaðferðum leiklistar þannig að úr verði heildstætt ferli. Aðferðirnar má nýta með nánast hvaða námsefni sem er en hér er unnið með bækurnar Ástarsaga úr fjöllunum, Snorra sögu og Kjalnesinga sögu. 

Það er ekki nauðsynlegt að kennarar hafi formlega menntun í leiklist til þess að nýta kennsluaðferðirnar, þeir þurfa aðeins að hafa áhuga á að nota þær. Með myndinni er hægt að fá handbókina Hagnýt leiklist, en þar eru fleiri aðferðir kynntar  og nánari útskýringar á ferlinu.

Eingöngu úthlutað til skóla.


Tengdar vörur