1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Hagnýt leiklist - Handbók

Hagnýt leiklist - Handbók

Hagnýt leiklist er handbók ætluð kennurum. Í bókinni eru teknir saman tugir kennsluaðferða í leiklist og leiðbeiningar um beitingu þeirra. Í aðalnámsskrá grunnskóla er lögð áhersla á fjölbreytni í kennsluaðferðum  og kennsluefni, þar sem ólíkar leiðir við nám henta nemendum og þeir hafa mismunandi námsstíl. 

Þar geta aðferðir leiklistar komið að góðum notum. Í leiklist er unnið markvisst að því að efla ábyrgðarkennd nemenda, frumkvæði, sjálfstæði og umburðarlyndi og gefa þeim tækifæri til að afla sér þekkingar sem ýtir undir frumlega hugsun og sjálfstæð vinnubrögð. 


Tengdar vörur