Fyrsta bók af fimm bókum með sama heiti. Efnið er einkum ætlað nemendum á unglingastigi sem ekki geta nýtt sér almennt námsefni í íslensku. Í þessu hefti eru verkefni sem þjálfa nemendur í að raða eftir stafrófsröð, velja um stóran eða lítinn staf, einfaldan eða tvöfaldan samhljóða o.fl. Athyglinni er beint að nafnorðum, beygingum þeirra, stofni, kyni og tölu. Í kennarabók er skýrð uppbygging nemendabókarinnar og fjallað í stuttu máli um hverja blaðsíðu og bent á viðbótarverkefni í öðru námsefni.