Önnur bók af fimm í flokknum Lærum gott mál. Gert er ráð fyrir að nemendur sem fá þetta hefti ráði við verkefnin í 1. hefti. Í þessu hefti eru upprifjun og endurtekning á námsþáttum 1. heftis en athyglinni einkum beint að lýsingarorðum. Þá er ng- og nk-reglan kynnt, fjallað um skammstafanir, samsett orð, samheiti og andheiti o.fl. Í kennarabók er skýrð uppbygging nemendabókarinnar og fjallað í stuttu máli um hverja blaðsíðu og bent á viðbótarverkefni í öðru námsefni.