Fjórða bókin af fimm í flokknum Lærum gott mál. Efnið er einkum ætlað nemendum í 9. bekk sem ekki geta notað almennt námsefni í íslensku. Gert er ráð fyrir að nemendur, sem fást við 4. hefti, ráði við verkefnin í 1., 2. og 3. hefti. Í þessu hefti eru upprifjun og endurtekning á námsþáttum fyrri hefta en athyglinni einkum beint að töluorðum og ýmsum smáorðum. Einnig er fjallað um málshætti og orðtök, samheiti og andheiti o.fl. Í kennarabók er skýrð uppbygging nemendabókarinnar og fjallað í stuttu máli um hverja blaðsíðu og bent á viðbótarverkefni í öðru námsefni.