1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Listavefurinn

Listavefurinn

Opna vöru
 • Höfundur
 • Eftir efni: Aðalheiður Valgeirsdóttir, Ásthildur Jónsdóttir, Ingimar Waage, Halldór Björn Runólfsson, Margrét Tryggvadóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Auður Björnsdóttir, Edda Ýr Garðarsdóttir.
 • Myndefni
 • Listasafn Íslands, einkaaðilar, wikipedia.org, commons.wikimedia.org, shutterstock.com, Efla (stafrænar styttur).
 • Vörunúmer
 • 8990
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2023

Vefurinn skiptist í sjö hluta, þeir eru: miðlar, vinnustofur, listasaga, frumþættir, hugtök, listamenn og meira. Auk þess eru verkefni sem tilheyra m.a. miðlum og vinnustofum. Hægt er að leita eftir tilteknum verkefnum með því að slá inn leitarorð eða haka við aldursstig, grunnþætti, miðla og námsgreinar.

Tilgangurinn með listavefnum er að gefa nemendum innsýn í heim sjónlista, textíls og hönnunar og kynna fyrir þeim íslenska listamenn og frumkvöðla á þessum sviðum. Fjallað er um 11 miðla, sögu þeirra, upphafsmenn og helstu einkenni. Þeir miðlar eru: bóklist, grafík, hönnun, leirlist, ljósmyndun, málaralist, nýir miðlar, samklipp, skúlptúr, teikning og textíll.

Hægt er að kynna sér listasöguna allt frá hellalist til dagsins í dag og er aragrúi af listaverkum á vefnum sem glæða söguna lífi.

Hér má sjá kynningarmyndband um Listavefinn: 

 


Tengdar vörur