Margt er um að velja - Náms- og starfsfræðsla er námsefni ætlað nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Meginumfjöllunarefni þess er atvinnulíf og störf en einnig skólakerfi og sjálfsþekking. Um er að ræða 19 verkefnablöð ásamt kennsluleiðbeiningum. Markmiðið með námsefninu er að nemendur öðlist færni í að velja nám og störf og rökstyðja valið út frá aðstæðum sínum. Leitast er við að vekja áhuga þeirra á að fræðast um menntakerfið og atvinnulífið.
Margt er um að velja skiptist í tvö pdf skjöl. Annars vegar verkefnablöð fyrir nemendur og hins vegar kennsluleiðbeiningar þar sem koma fram tillögu um skipulag kennslunnar. Verkefnin má prenta út og nemendur safna þeim saman í möppu en einnig geta þeir valið um að hala niður skjalinu sem er á pdf formi og vista það á sínu heimasvæði. Þá geta nemendur skrifað beint inn í skjölin í tölvu.
Efnið var uppfært 2022 og meðal annars bætt inn kennsluleiðbeiningar tvenginu í myndbönd sem fjalla um efni hvers kafla.
Kennsluleiðbeiningar má finna hér.