Rafbók með bókinni Sérðu það sem ég sé? sem er fyrsta bókin af þremur í flokki kennslubóka í bókmenntum fyrir efri bekki grunnskóla.
Í rafbókinni Sérðu það sem ég sé? fá nemendur tækifæri til að skyggnast inn í þær bókmenntir sem skrifaðar hafa verið fyrir börn og unglinga í yfir hundrað ár.
Bókin skiptist í þrjá meginhluta þar sem fjallað er um ákveðin tímabil í bókmenntasögunni frá aldamótunum 1800 og fram á okkar daga.
- Í fyrsta hlutanum er efni frá seinni hluta 18. aldar til 1969.
- Annar hlutinn tekur fyrir raunsæisbókmenntir frá sjöunda áratug seinustu aldar til aldamótanna 2000.
- Í þriðja hluta er efni tengt fantasíum og óræðum heimi.
Kennsluleiðbeiningar er að finna á læstu svæði kennara.