1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Sögueyjan 3 – Kennsluleiðbeiningar

Sögueyjan 3 – Kennsluleiðbeiningar

Opna vöru
  • Höfundur
  • Leifur Reynisson
  • Myndefni
  • Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir
  • Vörunúmer
  • 9968
  • Skólastig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2012

Kennsluleiðbeiningar og verkefni til útprentunar með Sögueyjan 3 sem er kennslubók í Íslandssögu áranna 1900–2010. Leiðbeiningarnar skiptast í tvo meginþætti – annars vegar almennar upplýsingar undir liðnum „Til kennara“ og hins vegar leiðarvísi fyrir einstaka kafla námsbókarinnar. Þær hafa það hlutverk að varpa ljósi á meginþætti bókarinnar og benda á leiðir til að nýta hana til kennslu og náms. 

Í þeim texta sem hér kemur fram (Til kennara) er að finna upplýsingar sem eiga við bókina í heild sinni. Þar er greint frá helstu markmiðum bókar og kennsluleiðbeininga auk þess sem fjallað er um kennsluaðferðir og námsmat. Því næst er að finna upplýsingar um vettvangsferðir og krækjur sem tengjast efni bókarinnar.

Að lokum er boðið upp á eyðublöð fyrir foreldra- og kennaramat. Á vefnum má einnig finna verkefni til útprentunar. Lausnir við verkefnin eru á læstu svæði kennara.


Tengdar vörur