Verkefni með lestrarbókunum Sögusteinn, Óskasteinn og Völusteinn. Í þeim er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í að tjá sig skipulega í rituðu máli. Verkefnin eru afmörkuð og ekki ætlast til að nemendur skrifi langt mál heldur átti sig á atriðum sem tengjast málsniði, framsetningu og efnistökum. Verkefnin má leysa með því að handskrifa textann á sjálf blöðin en einnig í ritvinnslu.