Á vefnum má velja á milli nokkurra smábóka sem allar komu út hjá Menntamálastofnun.
Markmiðið er að þjálfa lestur, efla lesskilning og lestraráhuga og gefa börnum á yngsta stigi grunnskólans tækifæri til að nota tölvu sér til gagns og á skipulegan hátt.
Börnin geta ýmist lesið textann beint eða hlustað og fylgst með honum fyrst og lesið svo sjálf. Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og lítið verkefni sem ýmist reynir á að raða stöfum rétt í orð (undirbúningur undir stafsetningu) eða raða orðum í setningu (lesskilningur), finna samheiti og andheiti og orð sem passa saman (orðaforði).