Mennta- og menningarmálaráðherra skipar fagráð eineltismála til þriggja ára í senn. Núverandi skipunartímabil er 13.02.2021 - 12.02.2024.
Í fagráðinu eru:
Aðalmenn:
Sigrún Garcia Thorarensen, formaður
Eiríkur Þorvarðarson
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir
Varamenn:
Björg Jónsdóttir
Ólöf Helga Þór
Þorlákur Helgason
Nánar um fagráðið:
Sigrún Garcia Thorarensen vinnur við stjórnun í grunnskóla en hefur áður starfað sem náms- og starfsráðgjafi. Hún er með MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf og kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskólum.
Eiríkur Þorvarðarson er deildarstjóri greiningar- og ráðgjafar (sálfræðingur) hjá Mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðar. Hann er sérfræðingur í uppeldissálarfræði og er með meðferðarnám í PMTO foreldrafærni og ART meðferðarmenntun. Hefur mikið unnið í lausn eineltismála með foreldrum og grunnskólum Hafnarfjarðar.
Björg Jónsdóttir er grunnskólakennari B.ed og MA í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun og forvarnir.
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er sálfræðingur og útskrifaðist úr Bs námi við Háskóla Íslands árið 2013 og úr mastersnámi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hún hefur sinnt almennri sálfræðimeðferð á Landspítala en starfar nú sem samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs þar sem tekið er á móti ábendingum og kvörtunum sem varða einelti, ofbeldi og áreitni sem hafa átt sér stað á vettvangi æskulýðs- eða íþróttahreyfinga.
Ólöf Helga Þór er náms- og starfsráðgjafi, kennari og með meistaragráðu í menntunarfræði. Hún hefur unnið mikið að lausn eineltismála í grunn- og framhaldsskólum og á vegum frjálsra félagasamtaka (RKÍ) frá árinu 1988.
Þorlákur Helgason er framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi frá upphafi (2002). Þar áður starfaði hann sem framhaldsskólakennari og skólastjórnandi og sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur m.a. við innleiðingu áfangakerfis í grunn- og framhaldsskólum í Svíþjóð. Einnig starfaði hann sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og síðar utanríkisráðuneytinu. Ýmis frumkvöðlavinna, m.a. um lífsleikni í grunnskólum, um iðnfræðslu og neytendafræðslu á Norðurlöndum. Hann er með gagnfræðapróf frá Danmörku ásamt grunn- og framhaldsnámi í samfélagsfræðum frá Svíþjóð.