1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Kveikjur fyrir skapandi skólastarf - sjónræn rannsóknarvinna

Kveikjur fyrir skapandi skólastarf - sjónræn rannsóknarvinna

Opna vöru
  • Höfundur
  • Vigdís Hlíf Sigurðardóttir
  • Myndefni
  • Vigdís Hlíf Sigurðardóttir, Shutterstock og Wikimedia
  • Vörunúmer
  • 40164
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Unglingastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2018
  • Lengd
  • 58

Hugmyndabókin Kveikjur fyrir skapandi skólastarf – Sjónræn rannsóknarvinna er ætluð fyrir nemendur á öllum skólastigum. Tilgangur þess að nota kveikjur í skólastarfi er fyrst og fremst að vekja áhuga nemenda á hugmyndavinnu og sjálfstæðri sköpun auk þess að gera þá forvitna um viðfangsefnið. 

Námsefnið samanstendur af kveikjum, sem eru hugmyndir fyrir rannsókn, dýpkun, úrvinnslu, faglegt samhengi og umræður. Hægt er að setja kveikjurnar í samhengi við fjölbreytt viðfangsefni, á getustigi og áhugasviði hvers og eins.

Með því að rannsaka hvernig aðrir listamenn og hönnuðir hafa unnið með viðfangsefnið er það sett í faglegt samhengi og dýpkar um leið skilning á verkefnunum. Æskilegt er að nemendur finni dæmi út frá eigin áhuga og kynni hver fyrir öðrum. Verkefnin skiptast í línur, form, liti og áferð en þeir flokkar skarast allir. Þessi flokkun er sett fram til einföldunar og eiga flest verkefnin heima í fleiri en einum flokki.

Höfundur er Vigdís Hlíf Sigurðardóttir


Tengdar vörur