Á ögurstundu er lestrarbók í flokkinum Heimur í hendi sem er fyrir nemendur á miðstigi. Heftið fjallar um björgunarsveitirnar, sögur þeirra, verkefni og björgunarafrek. Einnig eru í heftinu fróðleiksmolar um útbúnað og ferðamennsku. Aftast eru orðskýringar og fjölbreytt verkefni.