Fyrirspurnir

Almenna ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar um eineltismál er hægt að nálgast með því að senda á netfangið [email protected].

Fyrirspurnir til fagráðs eru metnar hverju sinni hvort þeim sé svarað af starfsmanni fagráðs eða á formlegum fundum fagráðs sem eru alla jafna hálfsmánaðarlega á starfstíma skóla. Vakin er athygli á því að hér er um almenna ráðgjöf að ræða. Fagráðið áskilur sér rétt til að birta fyrirspurnir og svör við þeim í spurt og svarað á vefnum og rétt til að orða fyrirspurnir upp á nýtt svo tryggt sé að fyrirspurnir séu ekki rekjanlegar, ef þörf er á. Til þess að hægt sé að vísa fyrirspurn þinni til fagráðs eineltismála þarf Menntamálastofnun að vinna með persónuupplýsingar þínar og/eða persónuupplýsingar barns þíns. Unnið verður með persónuupplýsingarnar í samræmi við persónuverndarstefnu Menntamálastofnunar sem hægt er að nálgast með því að smella hér

Vinsamlegast tilgreinið hvort þú sért nemandi, foreldri, starfsmaður eða hvernig þú tengist málinu á annan veg. Vinsamlegast tilgreindu einnig aldur þess/þeirra er málið varðar. 

Ef þú treystir þér ekki til að senda inn fyrirspurn rafrænt getur þú hringt í starfsmann fagráðs og fengið aðstoð: Erla Ósk s. 514 7500.