Kynferðislegt ofbeldi á börnum á sér stað oftar og nær okkur en við höldum og er mjög skaðlegt.
Öll börn eiga rétt á vernd og þurfa að geta leitað til fullorðinna sem þau treysta og sem geta rætt
við þau um kynferðisofbeldi, að það er ólöglegt og hvernig þau geta fengið hjálp.
„Líkami minn tilheyrir mér“ eru teiknimyndir í fjórum þáttum þar sem fjallað er um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi.
Hér eru 5 ráð til foreldra um það hvernig hægt er að tala um kynferðislegt ofbeldi við börn.
Hægt er að prenta ráðin út sem renning sem hægt er að brjóta sem auglýsingu eða prenta þau út sem A4 blað.