Í kennsluleiðbeiningum er farið yfir hugtök sem kennarar þurfa að hafa á valdi sínu í skriftarkennslunni, tillögur að innlögn með hverri stafafjölskyldu, fyrst án tenginga en síðan eru tengingar lagðar inn. Í yfirlitstöflu má sjá hvernig tengja á hvern og einn bókstaf ásamt sýnidæmum. Þá er tillaga að kennsluáætlun þar sem farið er yfir markmið, innlögn, hjálpargögn og námsmat svo dæmi séu tekin.
