Skriftarvefurinn er hagnýtur safnvefur fyrir kennara þar sem finna má allt útgefið efni í skrift og fjölbreytt verkfæri til skriftarkennslu. Á vefnum er meðal annars stöðumat í skrift, upplýsingar vegna nemenda sem þurfa aukinn stuðning í skriftarnámi sínu og góð ráð til foreldra ef þjálfa á skrift heima
Í Skriftarsmiðjunni má útbúa fjölbreytt þjálfunarefni í skrift og velja þá leturstærð sem hentar hverjum nemenda. Hægt er að útbúa efni til að æfa betur réttan stafdrátt bókstafa og tölustafa, tengingar, notkun greinarmerkja eða annað sem þarf að þjálfa betur. Vefurinn býður einnig upp á forskrift fyrir örvhenta.
