Megináherslur í skriftarnámsefni á þrepi tvö eru að nemendur beiti réttum stafdrætti og tileinki sér réttar tengingar við ritun hálftengdrar ítalíuskriftar.
Í þjálfuninni er tækifærið notað til að kynna fyrir nemendum ritun algengra orða og einfaldar reglur í réttritun.
Í Skrift 2a er kynning á stafafjölskyldum þar sem þær eru fyrst æfðar saman án tenginga en síðan eru tengingar kynntar og æfðar.
Aftast í bókinni eru leiðbeiningar til kennara en ítarlegar kennsluleiðbeiningar eru á mms.is
Kennsluleiðbeiningar á vef eru væntanlegar í september.