Í þessari hljóðbók er lesið efni bókarinnar Maður og náttúra sem er í flokki kennslubóka í náttúrufræði sem kallast Litróf Náttúrunnar. Efnið er ætlað efstu bekkjum grunnskóla. Bókin er í fimm köflum með áherslu á vistfræði, umhverfismál og erfðir. Í upphafi er fjallað um ljóstillífun og bruna, síðan tengsl lífvera og umhverfis, umhverfismál og erfðafræði. Lokakaflinn fjallar um þróun lífs á jörðinni.