Grunnundirbúningur fyrir rafræna fyrirlögn er tvenns konar eftir því hvort um sé að ræða hefðbundna kennslustofu þar sem prófað er á fartölvur eða spjaldtölvur, eða tölvustofu þar sem prófað er á borðtölvur. Skólar hafa þó tiltölulega frjálsar hendur þegar kemur að því að ákveða prófstað.
7.1 Hefðbundin kennslustofa
Borðum og stólum á að vera raðað upp þannig að einn nemandi sitji við hvert borð. Gott er að nemandi viti fyrirfram við hvaða borð hann situr. Mikilvægt er að nemandi sitji við borð með sinn rétta prófkóða.
7.2 Tölvustofa
Ekki þarf að raða borðum sérstaklega, nema skólar kjósi svo ef nemendur sitja þétt. Einnig er möguleiki í einhverjum tilfellum að snúa annarri hverri tölvu.
Á hverju borði þarf að liggja:
- Útprentað A4 eyðublað með nafni, kennitölu og prófkóða sérhvers nemanda (slík eyðublöð verða útbúin hjá Menntamálastofnun og sett inn á Skólagátt þaðan sem hægt verður að prenta þau út).
- Eitt tæki (tölva eða spjaldtölva) sem nota skal til próftöku þarf að liggja á hverju borði.
- Rissblað þarf að vera á hverju borði. Skólar ráða alfarið stærð blaðsins, en það getur verið mismunandi eftir plássi á borði. Afhenda má fleiri rissblöð ef nemendur óska eftir því. Skólinn ábyrgur fyrir að farga blöðunum að prófi loknu.
- Formúlublað (á aðeins við í stærðfræðiprófi í 9. bekk)
7.3 Próftaka
1. Nemendur ganga inn í fyrirlagnarrýmið og setjast við það borð sem þeirra eyðublað liggur á.
2. Áður en innskráning er hafin er brýnt fyrir nemendum að vanda sig við að slá inn kóðann. Athugið að stundum er prófkóði sleginn rangt inn en mikilvægt er að gefa sér góðan tíma í að skrá sig inn (ekki hafa áhyggjur af próftíma því hann byrjar ekki að telja niður hjá hverjum nemanda fyrr en hann hefur skráð sig inn).
3. Leiðbeiningar um opnun prófsins og próftökuna má finna hér.
4. Þegar nemendur ljúka prófi þarf að ganga úr skugga um að þeir hafi sannarlega skráð sig út úr prófi (smellt á þar til gerðan hnapp til að ljúka prófi). Auk þess minnum við á að þessi atriði má æfa í kynningarprófunum, sem eru aðgengileg á vef Menntamálastofnunar.