1. Forsíða
  2. Skólastig
  3. Grunnskólar
  4. Sjálfstætt reknir grunnskólar
  5. Staðfestingarferli Menntamálastofnunar

Staðfestingarferli Menntamálastofnunar

Áður en kemur til staðfestingar Menntamálastofnunar á þjónustusamningi þarf að liggja fyrir að öllum lögbundnum skilyrðum sé fullnægt, þ.e. að samningur sé í samræmi við ákvæði grunnskólalaga, reglugerða sem settar hafa verið með stoð í lögunum og aðalnámskrá grunnskóla. Gildandi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, gilda einnig um grunnskóla sem hlotið hafa staðfestingu Menntamálastofnunar samkvæmt lögum um grunnskóla og reglugerð þessari. Ekki má hefja skólastarf fyrr en sú staðfesting liggur fyrir. Verði skólanum fundið annað húsnæði eða árgöngum fjölgað skal rekstraraðili fyrst leita afstöðu viðkomandi sveitarfélags gagnvart slíkum breytingum sem leitar staðfestingar Menntamálastofnunar. Hætti aðili rekstri tímabundið eða hefjist starfsemi skólans ekki innan tveggja ára frá staðfestingu þjónustusamnings skal hann tilkynna það til viðkomandi sveitarfélags og Menntamálastofnunar sem er heimilt að fella staðfestinguna úr gildi.