1. Forsíða
 2. Skólastig
 3. Grunnskólar
 4. Sjálfstætt reknir grunnskólar
 5. Umsókn um staðfestingu þjónustusamnings

Umsókn um staðfestingu þjónustusamnings

Umsókn sveitarfélags um staðfestingu þjónustusamnings sveitarfélags við rekstraraðila skal berast Menntamálastofnun eigi síðar en  sex mánuðum áður en formlegt skólastarf hefst. Sé um endurnýjun þjónustusamnings að ræða gilda framangreindir tímafrestir ekki. 

 1. Í umsókn skulu auk þjónustusamnings fylgja gögn og upplýsingar um eftirfarandi: 
 2. Upplýsingar um eiganda og ábyrgðaraðila skólans. 
 3. Upplýsingar um rekstrarform skólans, fjármögnun hans og rekstraráætlun. 
 4. Gögn sem lýsa markmiðum, innihaldi og skipulagi náms við skólann í samræmi við lög um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla, þ.m.t. skólanámskrá, starfsáætlun viðkomandi grunn­skóla, skipulagsskrá eða samþykktir um skólann. 
 5. Gögn um húsnæði skólans og lýsing á starfsaðstöðu, sbr. reglugerð um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða. 
 6. Lýsing á stjórn og skipulagi skólans og með hvaða hætti staðið verði að stofnun og starf­rækslu skólaráðs. 
 7. Upplýsingar um væntanlega stjórnendur skólans. 
 8. Yfirlýsing ábyrgðaraðila um að sveitarstjórn, Menntamálastofnun og mennta- og menn­ingar­mála­ráðuneyti verði veittar upplýsingar um skólahald og starfsemi skólans, og breytingar sem á því kunna að verða, á hverjum tíma. 
 9. Staðfest afrit af starfsleyfi heilbrigðiseftirlits sveitarfélags og vottorð bruna- og eldvarnar­eftirlits á vegum sveitarfélaga og vinnueftirlits þarf að berast Menntamálastofnun mánuði fyrir áætlaða skólabyrjun.