1. Forsíða
  2. Þjónusta
  3. Fagráð eineltismála
  4. Vísun máls til fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum

Vísun máls til fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum

Þeir sem geta leitað til fagráðsins eru:

Grunnskólinn: Samkvæmt 7. gr. reglugerðar nr. 1040/2011 geta aðilar skólasamfélagsins (foreldrar og forráðamenn nemanda, nemandi, starfsfólk skóla, stjórnendur skóla), auk annarra aðila sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi sem hefur stoð í grunnskólalögum, óskað eftir aðkomu fagráðs ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn, innan skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir aðkomu starfsfólks skóla og skólaþjónustu sveitarfélaga. Sömu aðilar geta jafnframt vísað máli til fagráðs vegna meints aðgerðaleysis skóla eða sveitarfélags. Átt er við alla starfsemi á vegum grunnskóla, m.a. starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla óháð rekstrarformi, félags- og tómstundastarf sem fram fer sem hluti af starfsemi grunnskóla, starfsemi skólabúða þar sem nemendur dvelja um stundarsakir og vettvangsferðir og skólaferðalög á vegum skólans eða foreldra.

Framhaldsskólinn: Samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 326/2016 geta foreldrar/forráðamenn, nemendur eða skólar óskað eftir aðkomu fagráðs ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Vísun máls til fagráðs eineltismála fer þannig fram að þú sendir tölvupóst með fylgigögnum, ef einhver eru, á starfsmann fagráðs eineltismála Erlu Ósk Guðjónsdóttur á netfangið: [email protected]

Með tilvísun máls til fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum gefur málshefjandi samþykki sitt á því að ef fagráðið metur málið hæft í vinnsluferil þá sé fagráðinu heimilt að hefja upplýsingaöflun frá viðeigandi aðilum, allt eftir eðli máls.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í vísun máls:

Nafn sendanda, kt. og símanúmer.
Nafn barns, aldur og í hvaða bekk.
Nöfn foreldra.
Nöfn forráðamanna.
Nafn skóla.
Skólastjórnandi.

Hvenær hófst vandinn?
Hvernig lýsir vandinn sér?
Hvernig er málið statt í dag?
Hverjar hafa verið aðgerðir skólans? (t.d. umsjónarkennari, stjórnendur, eineltisteymi, náms- og starfsráðgjafi og fl.).
Hafa aðrir aðilar komið að málinu? (t.d. sérfræðiþjónusta, skólaskrifstofa sveitarfélagsins og fl.).

Aðrar upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri?

Öll mál sem send eru til fagráðsins verða skoðuð og metin og síðan tekin fyrir í fagráðinu að uppfylltum skilyrðum um málsmeðferð eða frekari gagna aflað. Fagráðið mun síðan afgreiða öll erindi eins fljótt og auðið er í samræmi við eðli máls.

Starfsmaður fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum: Erla Ósk Guðjónsdóttir, s. 514-7500, [email protected].