1. Home
  2. Snorra saga á táknmáli

Snorra saga á táknmáli

Snorra saga er nú aðgengileg í táknmálsútgáfu en í henni er leitast við að bregða upp mynd af ævi Snorra Sturlusonar. Með því að færa sögulegar heimildir og tilgátur í búning skáldsögunnar er nemendum á miðstigi grunnskólans opnuð sýn inn í uppvaxtarár og ævintýralegt líf þessa miðaldarhöfðingja og samtímamanna hans.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sá um þýðinguna yfir á íslenskt táknmál og táknari er Kolbrún Völkudóttir.

Aðrar bækur sem hafa verið þýddar yfir á táknmál: 

Komdu og skoðaðu himingeiminn
Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti
Komdu og skoðaðu bílinn
Margt skrýtið hjá Gunnari
Draugasaga Dóra litla

skrifað 17. JAN. 2020.