1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Sögugáttin - Fyrstu samfélög

Sögugáttin - Fyrstu samfélög

 • Höfundur
 • Drífa Þöll Arnardóttir og Jóhanna Ýr Jónsdóttir
 • Myndefni
 • Freydís Kristjánsdóttir
 • Vörunúmer
 • 7077
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2015
 • Lengd
 • 32 bls

Fyrstu samfélög er þemahefti í sögu fyrir mið- og unglingastig og er í bókaflokknum Sögugáttin. Bókin segir frá því hvernig menn námu land vítt og breitt um heiminn. Hvernig dreifð búseta safnara og veiðimanna þróaðist og fólkið tók að setjast að við fljótin og rækta landið. Smám saman byggðust síðan upp þorp og bæir, menningin breyttist og sérhæfðum störfum fjölgaði. Fjallað er um fyrstu og stærstu fljótasamfélögin, Mesópótamíu, Indus, Egyptaland og Kína. Í Suður-Ameríku voru Olmekar fyrsta menningarþjóðin sem settist að við Mexíkóflóa. Einnig er stuttlega fjallað um íþróttaiðkun, þróun ritlistar og trúarbrögð.

Í bókinni eru fjölbreytt verkefni sem hugsuð eru sem æfing í frekari heimildavinnu. 


Tengdar vörur