Bókin Spor 1 er ætluð til kennslu sex ára barna í lífsleikni. Helstu markmið efnisins eru að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda. Bangsar af öllum stærðum og gerðum fylgja lesandanum í gegnum bókina en gert er ráð fyrir að fullorðinn lesi hana með barninu. Tillögur um 30 kennslustundir eru í sérstökum kennsluleiðbeiningum sem fylgja efninu . Viðfangsefni kennslustunda eru mjög fjölbreytt og taka mið af kenningu um fjölgreindir.