Undirbúningur tækja
Mikilvægt er að skólar undirbúa rafræna fyrirlögn prófa af kostgæfni og hugi að velferð nemenda ef hnökrar verða við fyrirlögn.
Öll tæki sem nota á til próftökusamræmdra könnunarprófa þarf að undirbúa á réttan hátt fyrir prófdag. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig er unnt að undirbúa tölvubúnað og tæki. Starfsmenn skóla eru hvattir til að kynna sér þetta vel og huga jafnfram að öðrum þáttum sem geta skipt máli við undirbúning.
Bent er á gátlista skóla og viðbragðsáætlun vegna undirbúnings.
Athygli er vakin á því að tölvur (stýrikerfi og vafrari) verða að vera stilltar á íslensku til að prófakerfið og leiðbeiningar í því birtist á íslensku.
8.1 Netkerfi og nettengingar
Mælt er með a.m.k.100 kbps tengingu á hvern nemenda.en 500 kbps á hvern nemenda sem fær hljóðskrár.
Ef nemendur eru á þráðlausu kerfi er mælt með að ekki sé langt í tengipunktinn og að hann anni þeirri eftirspurn sem prófakerfið þarf.
Fjölmargir hlutir geta haft áhrif á þráðlaus net þegar svona mikil gagnafærsla á sér stað. Fjarlægð frá tækjum, fjöldi tækja, gæði netbúnaðar, tenging út á við.
Athugið að önnur notkun á netkerfi skólans getur skipt máli, til dæmis að aðrir bekkir skólans séu að sækja mikið af gögnum á sama tíma og prófin eru lögð fyrir.
8.2 Borðtölvur og fartölvur
Nauðsynlegt er að veflás sé uppsettur á allar vélar sem nota á til próftöku. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni að því gefnu að hann sé ekki fjarlægður af tölvunni. Ef vafi leikur á hvort veflás hafi verið settur upp má ganga úr skugga um það með því að opna kynningarpróf fyrir kennara. Ef hægt er að opna það í tölvunni er veflás uppsettur og ekkert þarf að aðhafast frekar.
- Kynningarpróf fyrir kennara
- Leiðbeiningar um uppsetningu vefláss á borð- og fartölvur:
Leiðbeiningar um upsetning á veflás má nálgast hér -> uppsetning á veflás
8.3 Spjaldtölvur (iPad)
Prófakerfið styður iPad Air 2 (2014) með iOS 13 og nýrri útgáfur. Að sama skapi er hægt að notast við nýjustu kynslóð af iPad mini tölvum, en ekki er mælt með iPad Mini við próftöku.
Nauðsynlegt er að veflás sé uppsettur í allar iPad vélar sem nota á til próftöku. Ennfremur er gott að ganga úr skugga um að slökkt sé á sjálfvirkri leiðréttingu (Auto-correct) í öllum tækjum.
- Leiðbeiningar um uppsetningu vefláss fyrir iPad.
- Leiðbeiningar um hvernig slökkva skal á Auto-correct í iPad.
Tryggja skal að iPadar séu uppfærðir í nýjasta stýrikerfi iOS.
Tryggja skal að Respondus Lockdown appið sé í nýjustu útgáfu.
Athugið að ganga þarf úr skugga um að öllum ofangreindum þáttum sé lokið fyrir prófdag. Þegar því er lokið eru tækin tilbúin til próftöku og hefja skal undirbúning prófstofu.
8.4 Chromebooks
Hægt er að taka samræmdu könnunarprófin í Chromebook. Í samræmi við tilmæli framleiðandans þarf menntaleyfi (education license) að hafa verið upp á tölvunni en nauðsynlegt er að virkja svokallað KIOSK mode. Hér eru ítarlegri leiðbeiningar um þá uppsetningu.
8.5 Android stýrikerfið
Ekki er hægt að notast við tölvur/spjaldtölvur sem keyra á Android stýrikerfinu í samræmdu könnunarprófunum. Veflásar eru ekki fáanlegir fyrir Android stýrikerfi og auk þess uppfylla þær ekki öryggiskröfur.
8.6 Stækkun leturs og önnur sérúrræði
Við mælum með að nemendur með sérúrræði taki könnunarprófin frekar á Windows tölvur en iPad þar sem aðgengi er betra og minni líkur á vandamálum með kerfið.
Hægt er að stækka letur í Windows.
Ekki er hægt að stækka letur í Chrome og iPad.
Í Windows má einnig virkja lita-síur eða háar-andstæðu stillingar áður en veflásinn er opnaður.
Við mælum þó með að þetta sér vel prufað áður en próf er lagt fyrir.
8.7 Önnur sérúrræði sem lýtur að tölvubúnaði
Vinsamlegast hafið samband við Menntamálastofnun ef þörf er fyrir leiðbeiningar eða aðstoð vegna sérlausna, til dæmis vegna nemenda með sjónskerðingu/blindu eða annað. Senda má tölvupóst á [email protected].