Námsmat
Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á mat á hæfni og framförum nemenda að vera reglubundinn þáttur í skólastarfi. Megintilgangur námsmats er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess.