Sjálfbærni miðar að því að fræða nemendur á unglingastigi um sjálfbærni á hinum ýmsum sviðum samfélagsins. Farið er í hvernig sjálfbærni er mikilvæg fyrir mannkynið í heild og farið í grundvallarfræðslu um samfélag og náttúru og í framhaldi rætt um hvernig nemendur geta gripið til aðgerða og haft áhrif á nærumhverfi sitt og samfélag sitt í heild.
Námsefnið skiptist í sjö hluta. Fyrsti hluti fjallar um menningarlega fjölbreytni og umburðarlyndi, annar um jafnrétti kynja og þriðji um mannréttindi. Í fjórða hluta er farið í friðsamlega menningu, í fimmta hluta loftslagsbreytingar, í sjötta hluta sjálfbærni í náttúrunni og sjöundi hluti fjallar um sjálfbæra neyslu og framleiðslu.
Námsefnið samanstendur af rafbók, myndböndum og greinargóðum verkefnabanka með um 70 verkefnum en auk þess fylgir námsefninu gæðakannanir þar sem nemendur geta metið stöðu sína og síns nærumhverfis í fyrrnefndum flokkum.