Rafræn ferilbók

Birtingaskrá/umsóknargátt (nýskráning notenda) er grunnskráning lögaðila/fyrirtækja í rafræna ferilbók og er gerð með rafrænum skilríkjum eða íslykli sem er tengdur við viðkomandi fyrirtæki/iðnmeistara/stofnun.
Hún er gerð einu sinni og veitir eftir það aðgang að rafrænni ferilbók undir flipanum Innskráning fyrir notendur. Ef skipt er um meistara eða tilsjónaraðila eru breytingar skráðar að nýju í Birtingaskrá/umsóknargátt. 
Áður en skráning hefst er gott að hafa tiltæk nauðsynleg gögn s.s. meistarabréf eða sveinsbréf ef annar en meistari er tilsjónarmaður (pdf. eða word-skjal best).

 

                   

 

                   

                   

                   

Þegar lögaðili/fyrirtæki hefur skráð sig í birtingaskrá staðfestir Menntamálastofnun hann með tölvupósti. Þá getur skóli stofnað rafræna ferilbók fyrir nemann (þegar hann skráir sig í skóla) og sent til undirritunar rafrænt. Eftir að meistari/tilsjónarmaður og nemi hafa undirritað samninginn rafrænt getur vinna í rafrænni ferilbók hafist. 

Menntamálastofnun hefur umsjón með innleiðingu rafrænnar ferilbókar í vinnustaðanámi. Markmið ferilbókarinnar er að efla gæði vinnustaðanáms með því að mynda samskiptavettvang nemenda, vinnustaða, skóla og annarra sem koma að starfsnámi.

Hefur þú athugasemdir varðandi verkflokka eða verkþætti einstakra ferilbóka? Hægt er að senda ábendingar á netfangið [email protected].