Um innritun

Við bendum á nýja síðu: innritun.is

-

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2024

Innritun eldri nema: 15.1.2024 til 31.05.2024.

Innritun á starfsbrautir: 01.02.2024 til 29.02.2024.

Innritun nýnema: 20.03.2024 til og með 07.06.2024 

Fjar- og dreifinám og nám í kvöldskóla

Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Upplýsingar um íslenska framhaldsskóla

Listi yfir skóla sem bjóða upp á starfsbrautir.

Applications for secondary schools - spring 2024

Stuðningsbankinn

Rafræn innritun

Innritun í framhaldsskóla er rafræn, þ.e. sótt er um skólavist á netinu.

Hvaða aðstöðu þarf?

Nemendur þurfa nettengda tölvu og hægt er að fá aðstoð við innritun í grunnskólum og framhaldsskólum sé þess óskað.

Þarf að senda eitthvað með umsóknum?

Einkunnir úr 10. bekk og feril úr framhaldsskóla má finna undir flipanum „Námsferill“ í umsókninni. Vinsamlegast gangið úr skugga um að þær upplýsingar séu réttar. Ef þær eru ekki réttar eða tæmandi þarf umsækjandi að hafa samband við viðkomandi skóla og fá staðfestingu á loknum einingum og einkunnum og senda með umsókninni, rafrænt eða í pósti, til þess skóla sem sótt er um skólavist í. Vottorð eða aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill láta fylgja með umsókn skulu sendar með sama hætti, beint til viðkomandi skóla eða sem rafrænt fylgiskjal með umsókninni.

Ný umsókn » Breyta umsókn »