10.1 Einkunnir á samræmdum könnunarprófum
Í reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa segir að birta skuli niðurstöður úr þeim opinberlega og veita endurgjöf til nemenda, foreldra, kennara og annarra aðila skólasamfélagsins. Við framsetningu niðurstaðna úr könnunarprófunum þarf að velja hvaða mælikvarða á að nota og nota mælikvarða sem henta tilgangi hverju sinni. Slíkir mælikvarðar geta virkað flóknir en þeir eru mikilvægir til að setja fram skýra mynd af niðurstöðum nemenda, skóla og sveitarfélaga.
Almennt eru notaðar fimm tegundir ef einkunnum til að birta niðurstöður samræmdra könnunarprófa: hæfnieinkunn, samræmd grunnskólaeinkunn, samræmd einkunn (notkun hætt 2020), raðeinkunn og framfaraeinkunn. Á einkunnablöðum til nemenda birtast hæfnieinkunnir eða samræmdar einkunnir og raðeinkunn. Hér fyrir neðan má sjá nánari útskýringu á hverri tegund einkunna. Í skýrslugrunni Menntamálastofnunar eru birtar niðurstöður er byggja á hæfnieinkunn, samræmdri grunnskólaeinkunn.
Hæfnieinkunn endurspeglar að hvaða marki nemendur hafa náð matsviðmiðum aðalnámskrár. Nemandi sem nær tiltekinni hæfnieinkunn hefur almennt á valdi sínu kunnáttu, leikni og færni sem lýst er á viðkomandi þrepi matsviðmiða en takmarkað vald á meira krefjandi hæfniþrepi. Hæfnieinkunn er gefin í bókstöfum: A, B+, B, C+, C og D. Þetta er góð aðferð til að veita nemanda endurgjöf og túlkar stöðu nemandans. Hæfnieinkunn er viðmiðsbundin einkunn.
Samræmd grunnskólaeinkunn er normaldreifð einkunn á kvarðanum 1 – 60 með meðaltalið 30 og staðalfrávik 10. Hún sýnir stöðu nemanda á könnunarprófi óháð þyngd þess eða öðrum sérkennum. Landsmeðaltal er ávallt sett sem 30 en meðaltal skóla eða svæða sýna stöðu þeirra í samanburði við landsmeðaltalið. Þetta er hópeinkunn með tölfræðilega eiginleika sem nýtist vel til að fjalla um stöðu hópa og við úrvinnslu. Samræmd grunnskólaeinkunn er staðalbundin einkunn.
Framfaraeinkunn endurspeglar breytingar á stöðu nemenda innan síns árgangs á milli tveggja samræmdra prófa. Hlutverk hennar er að sýna breytingu á stöðu nemenda innan árgangs frá einu prófi til annars. Til dæmis að meta breytingu hjá nemendum milli yngsta stigs og unglingastigs. Hún birtist sem umsögn á einkunnablöðum nemenda. Framfaraeinkunn er staðalbundin einkunn.
Raðeinkunn endurspeglar stöðu nemenda innan árgangs. Hún er einföld í túlkun og náskyld prósentum. Raðeinkunn er gefin á bilinu 1 – 99. Sem dæmi um túlkun má nefna að nemandi sem fær 60 í raðeinkunn í íslensku – stendur sig jafn vel eða betur en 60% nemenda. Þetta er einkunn sem birtist einungis á einkunnablöðum nemenda, enda verið að fjalla um niðurstöður nemenda og aðferð til túlka þær. Raðeinkunn er staðalbundin einkunn.
Samræmd einkunn er einkunn á kvarðanum 1 – 10 sem endurspeglar hlutfall prófatriða sem nemendur leysa rétt á prófi. Dreifing þeirra er háð þyngd atriða á hverju prófi fyrir sig og þær eru því ekki sambærilegar á milli námsgreina eða fyrir sama próf milli ára. Þetta er einkunn sem birtist einungis á einkunnablöðum nemenda. Samræmd einkunn telst hvorki til staðalbundinna einkunna né viðmiðsbundinna. Samræmd einkunn er ekki lengur notuð við birtingu á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa.
10.2 Heildareinkunnir og námsþættir
Í samræmdum könnunarprófum eru gefnar heildareinkunnir auk einkunna á skilgreindum námsþáttum. Heildareinkunn sýnir frammistöðu nemandans sem heild. Námsþáttaeinkunnir sýna þversnið af kunnáttu nemenda í námþáttum hverjar greinar og er ætlað að sýna styrk- og veikleika nemandans. Tafla 1 sýnir hvaða einkunnir eru notaðar í hvaða bekk. Í töflu 2 má sjá hvaða námsþættir eru skilgreindir á samræmdum könnunarprófum í íslensku, stærðfræði og ensku (á aðeins við um 9. bekk).
Tafla 1. Einkunnir sem notaðar eru eftir árgöngum.
Skóla-árgangur |
Hæfni-einkunn |
Rað-einkunn |
Samræmd grunnskólaeinkunn (normaldreifð) |
Framfara-einkunn |
4 |
x |
x |
x |
|
7 |
x |
x |
x |
x |
9 |
x |
x |
x |
x |
Tafla 2. Námsþættir í samræmdum könnunarprófum
Skólaárgangur |
Íslenska |
Stærðfræði |
Enska |
4. bekkur |
Lesskilningur Málnotkun |
Reikningur og aðgerðir |
- |
7. bekkur |
Lesskilningur |
Reikningur og aðgerðir |
- |
9. bekkur |
Lesskilningur |
Algebra |
|
Breytilegt er hvaða einkunn er gefin fyrir heildarframmistöðu og hvaða einkunn er gefin fyrir námsþætti. Í töflu 3 má sjá hvaða einkunnir eru notaðar hverju sinni.
Tafla 3. Einkunnir sem notaðar eru fyrir heildareinkunnir og námsþáttaeinkunn (á við um alla skólaárganga).
Hæfni-einkunn |
Rað-einkunn |
Samræmd grunnskólaeinkunn (normaldreifð) |
Framfaraeinkunn |
|
Heildar-frammistaða |
x |
x |
x |
x* |
Námsþáttur |
x |
x** |
*Á einungis við um 7. og 9. bekk
**Birtist ekki á einkunnablaði nemenda
10.3 Einkunnaskil
Einkunnir nemenda eru birtar í Skólagátt um leið og þær liggja fyrir. Þangað geta skólastjórnendur sótt yfirlit um stöðu sinna nemenda. Þeir geta sótt niðurstöður hvers nemanda, prentað út og afhent nemendum einkunnir.
10.4 Að sjá niðurstöður úr prófi hvers nemanda og sjá prófið sjálft
Að loknu prófi birtir Menntamálastofnun svokallað sýnispróf fyrir hvern nemanda og er það sett inn í Skólagátt. Skólastjóri og kennarar fara inn í Skólagátt og sækja þar sýnispróf hvers nemanda. Nemendur og foreldrar geta fengið aðgang að sýnisprófi hjá viðkomandi skóla.
Sýnispróf er próf sem sýnir sambærileg prófatriði (verkefni/spurningar) og nemandinn svaraði á prófinu. Ennfremur sést á sýnisprófinu hvernig nemandinn svaraði hverju prófatriði, þ.e. hvort hann svaraði því rétt, rangt eða svaraði ekki (skilaði auðu). Prófatriði í sýnisprófum eru sambærileg við hið raunverulega próf og auk þess er hvert prófatriði (verkefni/spurningar) með tilvísun í aðalnámskrá, sem eykur möguleika þeirra til að veita endurgjöf til nemenda, foreldra, kennara og annarra.
Ekki er heimilt að fá aðgang að raunverulegu prófi nemandans. Menntamálastofnun mun nota prófatriði aftur í næstu fyrirlögnum samræmdra könnunarprófa. Að semja prófatriði í samræmi við hæfnimarkmið aðalnámskrár er mikið og krefjandi verkefni og þess vegna þarf að endurnýta prófatriði. Ef prófatriði eru gerð opinber er ekki unnt að nota þau að nýju. Í samræmi við ákvæði 10. gr., lið 5 upplýsingalaga nr. 140/2012 er Menntamálastofnun heimilt að hafna aðgangi að prófum sem verða notuð aftur.
Til nánari útskýringar sýnir sýnisprófið hvernig hver nemandi svaraði á prófinu sem hann tók, þ.e. hvort hann svaraði rétt, rangt eða sleppti að svara. Spurningar og svör nemenda eru ekki birt en sýnisprófið sýnir sambærileg prófatriði. Nemandi /foreldri hefur samband við skólann sinn til að fá sýnisprófið.
10.5 Almennar niðurstöður
Almennar niðurstöður, s.s. upplýsingar um frammistöðu nemenda eftir skólum, landshlutum og sveitarfélögum o.s.frv., verða birtar á skýrsluvef Menntamálastofnunar.
Á skýrsluvefnum má fá upplýsingar um heildarniðurstöður úr könnunarprófunum og skoða eftir námsgreinum, sveitarfélögum, skólum og fleiri þáttum.