Hinsegin saga er þemahefti í sögu fyrir mið- og unglingastig og er í bókaflokknum Sögugáttin.
Þemaheftið segir okkur sögu hinsegin fólks á Íslandi og víðar. Efnið fjallar meðal annars um baráttu, sýnileika og fjölbreytileika. Rýnt er í líf hinsegin fólks frá fornöld til samtímans – einstaklinga sem
fóru gegn ríkjandi viðmiðum og ruddu veginn fyrir réttindi og viðurkenningu. Í bókinni eru sagðar persónulegar sögur, fjallað um tímamót í réttindabaráttunni og sýnt fram á að hinsegin fólk hefur alltaf verið til – jafnvel þótt það hafi lengi verið þaggað niður. Hún er mikilvæg lesning fyrir alla sem vilja skilja samfélagið betur og styðja frelsi til sjálfsmyndar og tjáningar.
Í bókinni eru fjölbreytt verkefni sem hugsuð eru sem æfing í frekari heimildavinnu.