1. Forsíða
  2. Próf og mat
  3. Ytra mat skóla

Siðareglur matsaðila

Tilgangur með þessum reglum er að skapa matsaðilum siðferðilegan ramma til að starfa eftir. Reglunum er ætlað að stuðla að faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum og gefa til kynna á hvað er lögð áhersla í samskiptum matsaðila við þátttakendur og hagsmunaaðila skóla í ytra mati.


Eldri úttektir á skólastarfi

Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á skólum fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í ytra mati felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknir úttektaraðila og viðtöl við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra.