04. OKT. 2016
Kynnir forritun fyrir grunnskólanemum
Í gær var ýtt úr vör verkefni sem ber heitið Kóðinn 1.0 og snýst um að kynna grunnatriði forritunar fyrir nemendum í 6. og 7. bekk grunnskóla. Um er að ræða samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum.