Náttúrulega 3 - kennsluleiðbeiningar fylgja námsefninu Náttúrulega 3 sem er kjarnaefni í náttúrugreinum fyrir miðstig. Kennsluleiðbeiningar eru saman settar af leiðbeiningum fyrir hvern kafla auk sérstaks inngangskafla um kennsluefnið sjálft.
Í kennsluleiðbeiningum eru:
-Upplýsingar um tengingu námsefnisins við hæfniviðmið og lykilhæfni aðalnámskrár, grunnþætti menntunar og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
-Markmið kaflans, hugmyndir að kveikju og umræðupunktum með opnumynd kaflans.
-Fróðleikur um efni hvers kafla, áhugaverða tengla og útskýringar á hugtökum kaflans.
-Greinargóðar útfærslur af verkefnum og leikjum sem hentugt er að vinna í tengslum við efni kaflans.
-Kveikjur fyrir hvern kafla sem geta verið áhugahvetjandi fyrir nemendur.
-Hugtakaskýring fyrir hvern kafla.
-Umræðuspurningar til að virkja nemendur í ígrundun um námsefnið.