1. Home
  2. Dagur íslenska táknmálsins

Dagur íslenska táknmálsins

Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í dag í níunda sinn en íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið hér á landi og er fyrsta tungumál um 200 Íslendinga. 

Árið 2017 var hafin vinna við smíði og þróun íslenskuefnis fyrir heyrnarlausa í samvinnu við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem sá um þýðingu yfir á íslenskt táknmál.

Það var svo árið 2019 sem Menntamálastofnun hóf að gefa út námsefni sem þýtt hefur verið á táknmál.  Hér má sjá efnið sem út er komið:

Trúarbrögðin okkar
Lífið fyrr og nú
Komdu og skoðaðu eldgos
Snorra saga 
Komdu og skoðaðu himingeiminn
Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti
Komdu og skoðaðu bílinn
Margt skrýtið hjá Gunnari
Draugasaga Dóra litla

skrifað 11. FEB. 2021.