1. Forsíða
  2. Trúarbrögðin okkar á táknmáli

Trúarbrögðin okkar á táknmáli

Trúarbrögðin okkar er námsbók í trúarbragðafræði ætluð yngstu bekkjum grunnskólans og hefur nú verið þýdd á táknmál.

Bókin er hugsuð til kynningar á fimm trúarbrögðum: búddatrú, hindúatrú, kristni, islam og gyðingdómi. Bókin lýsir trúarbrögðum frá sjónarhóli barna í sama bekk. Annað hlutverk hennar er að sýna að börn og fullorðnir geta umgengist, verið vinir og samt haft ólíka siði, venjur og trú.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sá um þýðinguna yfir á íslenskt táknmál. Táknari er Eyrún Helga Aradóttir.

Annað námsefni á táknmáli er: 

Lífið fyrr og nú
Komdu og skoðaðu eldgos
Snorra saga 
Komdu og skoðaðu himingeiminn
Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti
Komdu og skoðaðu bílinn
Margt skrýtið hjá Gunnari
Draugasaga Dóra litla

skrifað 05. FEB. 2020.