Ég og framtíðin er rafrænt efni þar sem finna má texta og verkefni sem er ætlað að aðstoða við námsval sem nemandi stendur frammi fyrir að loknum 10. bekk. Nemendur læra ýmislegt um sig sjálf samhliða því að öðlast meiri þekkingu á þeim fjölmörgu leiðum sem standa til boða. Í náms- og starfsfræðslu kannar þú eigin áhuga, styrkleika og færni í tengslum við þann náms- og starfsferil sem framundan er.
Verkefnabókinni var skipt í þrjá hluta og þetta er fyrsti hluti bókarinnar.
Hún er íslensk þýðing og staðfærsla norska efnisins Min framtid – arbeidsbok i utdanningsvalg.