1. Home
  2. Skólastig
  3. Lýðskólar

Lýðskólar

Samkvæmt lögum um lýðskóla nr. 65/2019 hafa lýðskólar það að markmiði að veita almenna menntun og uppfræðslu í samræmi við ákvæði laganna og undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Samkvæmt 3. grein laganna getur Menntamálastofnun veitt lýðskólum viðurkenningu til að starfa undir heitinu lýðskóli til fimm ára í senn. Í slíkri viðurkenningu felst staðfesting á því að starfsemi lýðskóla uppfylli almenn skilyrði laganna og reglna sem settar eru með stoð í þeim á þeim tíma sem viðurkenning er veitt.