1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Stærðfræðispæjarar 3

Stærðfræðispæjarar 3

 • Höfundur
 • Bryndís Stefánsdóttir og Elín Margrét Kristinsdóttir
 • Myndefni
 • Bergrún Íris Sævarsdóttir
 • Vörunúmer
 • 5585
 • Skólastig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2021
 • Lengd
 • 56 bls.

Stærðfræðispæjarar 3 er ítarefni í stærðfræði fyrir nemendur á yngsta stigi en getur einnig nýst fyrir aðra nemendur í fjölbreyttu skólasamfélagi. Bókin er framhald af Stærðfræðispæjarar 1 og Stærðfræðispæjarar 2 en getur staðið ein og sér.

Bókin er byggð upp á 5 köflum sem sóttir eru í hæfni á ólíkum sviðum stærðfræðinnar samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla; tölur, rúmfræði, reikningur, mælingar og tölfræði og hnitakerfi. Í kennsluleiðbeiningum eru útfærslur á því hvernig flétta má áherslum aðalnámskrár um þjálfun almennra viðmiða um stærðfræðilega hæfni auk lykilhæfni inn í kennslu.

Í bókinni eru kynnt til sögunnar tákn fyrir verkefnin spæjarabók og af borði á gólf. Hugmyndir að útfærslum á þeim verkefnum eru í kennsluleiðbeiningum en þær spila stórt hlutverk við notkun á námsefninu.


Tengdar vörur