Handbókin um menntun til sjálfbærni er fræðsluefni fyrir kennara á öllum skólastigum en sérstaklega skrifuð með unglingastig grunnskóla og framhaldsskóla í huga. Farið er yfir áskoranir, skilgreiningar og kennslufræði menntunar til sjálfbærni. Valdeflandi og umbreytandi nálganir eru í fyrirrúmi til að efla getu til aðgerða. Fræðin eru síðan tengd saman við raunverulegt skólastarf.
Ýmsar útfærslur eru kynntar og hugmyndir að verkefnum með fjölbreyttum kennsluaðferðum settar fram. Til þess að efla mikilvæga grunnþekkingu sem tengjast markmiðum og umfangi menntunar til sjálfbærni er í seinni hluta bókarinnar fjallað um sjálfbæra þróun, loftslagsmál, líffræðilega fjölbreytni og aðgerðir sem mannkynið þarf að fara í. Bókin hvetur til gagnrýnna spurninga, svara og umræðna og valdeflir kennara við að þróa áfram menntun til sjálfbærni í skólastofunni með nemendur í brennidepli.