1. Forsíða
  2. Arnheiður Borg

Arnheiður Borg

Arnheiður Borg er fædd 1944. Hún er með próf frá Kennaraháskóla Íslands og sérkennarapróf frá KHÍ frá 1989. Arnheiður hefur stundað nám við Myndlistaskólann í Reykjavík ásamt fjölda annarra námskeiða. Arneiður hefur lokið starfsferli sem kennari og sérkennari og sinnir nú áhugaverkefnum sínum á sviði lífsleikni og útgáfu efnis sem þeim tengjast. 

Verk unnin fyrir Menntamálastofnun: 

  • Listin að lesa og skrifa: Léttlestrarefni fyrir grunnskóla, 24 leshefti ásamt 4 vinnubókum ásamt fleiri höfundum.
  • Glói geimvera. Kennsluforrit fyrir byrjendur í lestri.
  • Glói á lestrareyju sem er sjálfstætt framhald af forritinu Glói lærir að lesa.
  • Orðakistur Krillu vefefni til lestrarkennslu.
  • Vinnubók AB og Vinnubók AB 2 vinnubókarblöð sem vistuð eru á geisladisk.
  • Loftur og Gullfuglarnir Vinnubók meðhöfundur er Sigrún Löve.

 

Viðurkenningar:

  • Ormagull: Ein af þrem verðlaunasögum sem gefin var út í tilefni af ári fjölskyldunnar. Útg. Mál og menning 1994.
  • Íslensku menntaverðlaunin 2008