1. Forsíða
  2. Handbók um notkun lesfimi – og stuðningsprófa Lesferils

Handbók um notkun lesfimi – og stuðningsprófa Lesferils

Menntamálastofnun hefur nú gefið út Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils. Í handbókinni er fjallað um eðli, framkvæmd og samspil prófanna, hvernig greina má niðurstöður og nota þær til grundvallar lestrarkennslu fyrir einstaka nemendur eða heilan bekk og hvernig þær geta jafnframt legið til grundvallar árangursríku heildarskipulagi lestrarkennslu skóla.

Handbókin fjallar einnig um ýmis hagnýt atriði varðandi framkvæmd við fyrirlögn prófanna og eru notendur prófanna hvattir til að kynna sér efni hennar vel þar sem hún svarar mörgum spurningum sem upp kunna að koma við notkun þeirra. Handbókin er gefin út á rafrænu formi og má finna hana á heimasíðu stofnunarinnar hér.

skrifað 06. JAN. 2022.