1. Forsíða
  2. Kolbrún Sigurðardóttir

Kolbrún Sigurðardóttir

Kolbrún Sigurðardóttir er fædd 1940. Hún er cand.fil. 1971 frá HáskólaÍslands, tók bókasafnsfræði I. stig 1972 frá Háskóla Íslands. Kolbrún er grunnskólakennari með B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands1975. Stundaði framhaldsnám 1989–1990 í námsefnisgerð og stjórnun kennslumiðstöðva við Ed.Tec. grad. – Memorial University á Nýfundnalandi, Kanada.Kolbrún hefur starfað við kennslu og verið æfingakennari. Hún starfaði meðal annars sem forstöðumaður gagnasmiðju KHÍ og var deildarstjóri kennslumiðstöðvar Námsgagnastofnunar. Kolbrún var forstöðumaður Kennslumiðstöðvar KHÍ 1993–2000 og kennsluráðgjafi við Menntasmiðju KHÍ 2000–2008. Hún er lífeyrisþegi frá miðju ári 2008. 

Verk unnin fyrir Menntamálastofnun: 

  • Ritrún 1985, ásamt Þóru Kristinsdóttur.
  • Litla Ritrún 1986, ásamt Þóru Kristinsdóttur.
  • Pínulitla Ritrún 1989, ásamt Þóru Kristinsdóttur.
  • Ritrún 1, 2, og 3 endurútgáfa 2010.
  • Mál til komið. Grunnbók, verkefnabók og lausnahefti, upplestur á geisladiski.
  • Mál í mótun. Grunnbók, verkefnabók og lausnahefti, upplestur á geisladiski.
  • Mál er miðill. Grunnbók, verkefnabók og lausnahefti, upplestur á geisladiski .
  • Ljóðspor, ritstjóri ásamt Sverri Guðjónssyni og Þórdísi Mósesdóttur.
  • Ljóðspeglar, ritstjóri ásamt Sverri Guðjónssyni og Þórdísi Mósesdóttur.
  • Ljóðsprotar, ritstjóri ásamt Sverri Guðjónssyni og Þórdísi Mósesdóttur.