1. Forsíða
  2. Krstín Ragna Gunnarsdóttir - Teiknari

Krstín Ragna Gunnarsdóttir - Teiknari

Kristín Ragna Gunnarsdóttir er fædd árið 1968. Hún er menntuð í grafískri hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1992 og var gestanemi í málun við sama skóla árið eftir. Lauk BA-prófi í bókmenntafræði og ritlist 2006 frá Háskóla Íslands. Kristín Ragna starfar sem teiknari, hugmyndasmiður, rithöfundur og kennari. 

Verk unnin fyrir Menntamálastofnun:

  • Kata og ormarnir (2004) samdi texta og teiknaði myndir.
  • Kata og vofan (2005) samdi texta og teiknaði myndir.
  • LYGASAGA (2009) samdi texta og teiknaði myndir.
  • LOKAORР(2010) samdi texta og teiknaði myndir.
  • Amma er góð, myndskreytingar.
  • Leynifélagið Skúmur , myndskreytingar.
  • Læstur inni, myndskreytingar.
  • Úti að aka, myndskreytingar. 
  • Á spani, myndskreytingar.
  • Í undirdjúpunum – samlagning, frádráttur, margföldun, deiling, myndskreytingar.
  • Sund, myndskreytingar .
  • Dularfullu dulmálsbréfin myndskreytingar. 
  • Hannar útlit á vefjunum, Í undirdjúpunum – samlagning, frádráttur, margföldun; Álfur, Algebra, Vogin o.fl.

Viðurkenningar:

  • Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Íslands í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis 2008 fyrir bókina Örlög guðanna sem var unnin með Ingunni Ásdísardóttur.
  • Myndskreytiverðlaunin Dimmalimm árið 2008.
  • Viðurkenning FÍT fyrir myndskreytingar 2009 fyrir Örlög guðanna.