1. Forsíða
  2. Sigrún Eldjárn - Teiknari

Sigrún Eldjárn - Teiknari

Sigrún Eldjárn er fædd árið 1954. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1974–1977, grafíkdeild, og var í námsdvöl við Listaakademíurnar í Varsjá og Kraká í Póllandi 1978. Sigrún starfar sem rithöfundur og myndlistarmaður. 

Verk unnin fyrir Menntamálastofnun:

  • Geimvera, myndskreyting.
  • Komdu og skoðaðu líkamann, myndskreyting.
  • Komdu og skoðaðu bílinn, myndskreytingar.
  • Eining 1–7, myndskreytingar ásamt fleirum.
  • Óboðnir gestir, myndskreytingar.
  • Litlu landnemarnir, myndskreytingar.
  • Snorra saga, myndskreytingar.
  • Í baði og Á Hofi, smábækur, myndskreytingar.

Viðurkenningar:

  • Styrkur úr rithöfundasjóði (1987).
  • Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og Skólamálaráðs (1987).
  • Viðurkenning Reykjavíkurborgar og Skólamálaráðs (1992).
  • Viðurkenning Barnabókaráðs IBBY (1988).
  • Heiðurslaun Brunabótafélags Íslands (1994).
  • Viðurkenning úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins (1996).
  • Tilnefnd til H.C. Andersen-verðlauna fyrir ritstörf og myndskreytingar
  • Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur ásamt Þ.Eld. (1998)
  • Menningarverðlaun VISA fyrir myndlist og barnamenningu (1999).
  • Tilnefnd til Barnabókaverðlauna norrænna bókasafna fyrir myndskreytingar 1998 og 1999.
  • Bókin Málfríður og tölvuskrímslið valin á heiðurslista IBBY 1999.
  • Val barnanna fyrir myndskreytingar á Dimmalimm 2003.
  • Besta barnabókin 2003. Verðlaun Starfsfólks bókabúða fyrir Týndu augun.
  • Tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2004.
  • Tilnefnd til Vest-Norrænu barnabókaverðlaunanna 2006.
  • Viðurkenning Barnabókaráðs IBBY 2006.
  • Barnabókaverðlaun IBBY og Glitnis, Sögusteinn 2007.
  • Dimmalimm 2007 fyrir Gælur fælur og þvælur.
  • Besta barnabókin 2007. Verðlaun Starfsfólks bókabúða fyrir Gælur fælur og þvælur.
  • Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir framlag til barnamenningar, 2008.
  • Bókin Steinhjartað valin á heiðurslista IBBY 2008.