Svanhildur Kr. Sverrisdóttir er fædd 1958. Hún hefur lokið B.Ed.-prófi í list- og verkgreinum, BA-prófi í íslensku, M.Ed.-prófi í uppeldis- og kennslufræðum með áherslu á kennslufræði móðurmáls og doktorsnámi í sömu grein. Svanhildur hefur áratuga reynslu af kennslu á öllum skólastigum, ritstýrði Skímu, málgagni móðurmálskennsla, til margra ára og vann til skamms tíma sem sérfræðingur á skrifstofu mennta- og vísinda í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Svanhildur vinnur nú sem sjálfstæður sérfræðingur og ráðgjafi.
Verk unnin fyrir Menntamálastofnun:
- Hugfinnur. Handbók um bókmenntahugtök
- Heimir. Handbók um heimildaritun
- Finnbjörg. Lítil bók um málfræði og stafsetningu
- Bókhlaðan okkar. Vefefni.
- Miðbjörg. Móðurmálsvefur fyrir miðstig
- Finnur I. Verkefni í málfræði og stafsetningu
- Finnur II. Verkefni í málfræði og stafsetningu
- Finnur III. Verkefni í málfræði og stafsetningu
- Skriffinnur. Lítil bók um stafsetningu og greinarmerki
- Málfinnur. Lítil málfræðibók
- Málbjörg. Móðurmálsvefur fyrir unglingastig
- Orðalind, ásamt Ingu Þórunni Halldórsdóttur
- Annað: Mályrkjuvefurinn ásamt Ástu Sölvadóttur; jólavefur; vefur um fullveldisdaginn 1. desember, veggspjöld